þriðjudagur 16. mars 2010

Stefnumótunarfundur stjórnar og starfsfólks

Síðastliðinn föstudagur var annasamur en ánægjulegur dagur hjá Háskólasetri Vestfjarða. Þá komu saman starfsfólk og stjórnarmenn Háskólasetursins til að vinna að stefnumótun setursins. Fundurinn fór fram í Sigurðarbúð húsnæði Kiwanisfélagsins.

Stefnumótunarfundurinn gekk vel í alla staði enda spennandi tímar framundan í starfsemi Háskólasetursins. Auk þess var einstaklega ánægjulegt fyrir starfsfólk og stjórnarmenn að hittast og ræða málin en slík tækifæri eru ekki á hverjum strái í daglegu amstri.

Starfsfólk og stjórnarmenn sem tóku þátt í stefnumótunarfundinum föstudaginn 12. mars. Ljósm: Halldór Sveinbjörnsson bb.is.
Starfsfólk og stjórnarmenn sem tóku þátt í stefnumótunarfundinum föstudaginn 12. mars. Ljósm: Halldór Sveinbjörnsson bb.is.
1 af 2