fimmtudagur 21. september 2017

Starf kennslustjóra auglýst til umsóknar

Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum kennslustjóra í fullt starf.

Kennslustjóri hefur umsjón með öllu sem viðkemur þjónustu við nemendur og kennara við Háskólasetur Vestfjarða, þar með talið fjarnámi, prófum, nemendaskráningu, kennsluumsjónarkerfi og samningum við kennara í samræmi við fjárhagsáætlun. Kennslustjóri heldur utan um umsóknir nemenda í meistaranámi og undirbýr umsóknir fyrir meistaranámsnefnd.

Allar nánari upplýsingar í atvinnuauglýsingu.

 

Upplýsingar um starfið veitir Peter Weiss forstöðumaður í síma 450 3045.

 

Umsóknarfrestur er til og með 13.10.2017. Umsóknir sendist á weiss@uw.is


Útskriftarnemar úr fjarnámi og haf- og strandsvæðastjórnun sumarið 2016, ásamt rektor HA, forstöðumanni Háskólaseturs og f.v. fagstjóra meistaranámsins.
Útskriftarnemar úr fjarnámi og haf- og strandsvæðastjórnun sumarið 2016, ásamt rektor HA, forstöðumanni Háskólaseturs og f.v. fagstjóra meistaranámsins.