þriðjudagur 26. janúar 2010

Staðarlota fjarnema í frumgreinanámi

Helgina 22.-24. janúar fór fram staðarlota í Háskólasetri Vestfjarða fyrir nemendur sem stunda fjarnám á fyrstu önn frumgreinanáms við Háskólann í Reykjavík. Í staðarlotunni koma fjarnemarnir saman til að stunda nám sitt í stífri lotu yfir helgi og fá tækifæri til að hitta kennara og samnemendur sína.

 

Háskólasetur Vestfjarða sér um fjarkennslu á fyrstu önn frumgreinanámsins fyrir Háskólann í Reykjavík og eru samtals 24 nemendur innritaðir á fyrstu önnina nú á á vorönn 2010. Að loknu fjarnámi við Háskólasetur Vestfjarða á fyrstu önn frumgreinanámsins halda nemendur námi sínu áfram við frumgreinasvið Háskólans í Reykjavík.


Önnum kafnir staðarlotunemendur í Háskólasetri Vestfjarða.
Önnum kafnir staðarlotunemendur í Háskólasetri Vestfjarða.