þriðjudagur 25. janúar 2011

Sólarpönnukökur í Háskólasetrinu

Í gær fögnuðu nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn Háskólasetursins því að geislar sólarinnar náðu upp fyrir fjalstoppana og skinu í Sólgötu. Þessi gamla ísfirska hefð hefur verið við lýði í meira en hundra ár. Hinn hefðbundni sólardagur er 25. janúar en þar sem sólin nær til ólíkra húsa í bænum á ólíkum tímum fagnar fólk sólarkomunni einnig heima við með því að bjóða vinum og ættingjum í sólarkaffi og sólarpönnukökur með rjóma allt eftir því hvenær sólin nær að skína á húsin.

Nemendur, kennarar og starfsfólk Háskólasetursins gæddu sér á gómsætum pönnukökum til að fagna sólarkomunni á Ísafirði.
Nemendur, kennarar og starfsfólk Háskólasetursins gæddu sér á gómsætum pönnukökum til að fagna sólarkomunni á Ísafirði.