Sögur af landi nám í heimabyggð
Um helgina hóf göngu sína nýr útvarpsþáttur á Rás 1 sem ber heitið Sögur af landi. Umfjöllunarefni þessa fyrsta þáttar var m.a. nám í heimabyggð. Þátturinn heimsótti Háskólasetur Vestfjarða og ræddi við Peter Weiss forstöðumann Háskólaseturs um það nám sem í boði er við Háskólasetrið, fjarnám og staðbundið meistaranám. Einnig var rætt við Ástrúnu Jakobsdóttur nemanda í uppeldis- og menntunarfræði, sem stundar nám sitt í gegnum fjarnám við Háskólasetrið, um reynslu hennar sem fjarnema við Háskólasetrið.
Þátturinn er aðgengilegur á Sarpinum og hefst umfjöllun um Háskólasetur Vestfjarða á mínútu 16:58.