Snjóflóðasprengingar
Vísindaport vikunnar er það síðasta á þessu ári þar sem nú er að fara í hönd prófatími í Háskólasetrinu. Það er því við hæfi að enda önnina með látum og verður viðfangsefnið í þetta sinn sprengingar, en Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands er gestur vikunnar.
Víða um heim skapa snjóflóð vandamál, m.a. í byggðum, á skíðasvæðum og á vegum. Ein af þeim aðferðum sem hægt er að nota til að draga úr hættu fólks af völdum snjóflóða er að koma flóðunum af stað undir eftirliti. Til þess eru gjarnan notaðar sprengjur af ýmsum gerðum og eru sprengingar mikið notaðar víða erlendis við snjóflóðaeftirlit, einkum á vegum og skíðasvæðum.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir mismunandi aðferðir við notkun sprenginga í snjóflóðaeftirliti. Sagt verður frá samvinnuverkefni Snjóflóðasetursins á Ísafirði og Helga Mars Friðrikssonar, sprengjusérfræðings. Í verkefninu eru, í fyrsta sinn á Íslandi, gerðar skipulagðar tilraunir til að koma snjóflóðum af stað með sprengingum. Prófaðar eru mismunandi sprengi-aðferðir við mismunandi skilyrði með það að markmiði að afla gagna og þekkingar sem hægt verður að byggja á í framtíðinni. Erindið verður bæði í máli og myndum.
Víða um heim skapa snjóflóð vandamál, m.a. í byggðum, á skíðasvæðum og á vegum. Ein af þeim aðferðum sem hægt er að nota til að draga úr hættu fólks af völdum snjóflóða er að koma flóðunum af stað undir eftirliti. Til þess eru gjarnan notaðar sprengjur af ýmsum gerðum og eru sprengingar mikið notaðar víða erlendis við snjóflóðaeftirlit, einkum á vegum og skíðasvæðum.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir mismunandi aðferðir við notkun sprenginga í snjóflóðaeftirliti. Sagt verður frá samvinnuverkefni Snjóflóðasetursins á Ísafirði og Helga Mars Friðrikssonar, sprengjusérfræðings. Í verkefninu eru, í fyrsta sinn á Íslandi, gerðar skipulagðar tilraunir til að koma snjóflóðum af stað með sprengingum. Prófaðar eru mismunandi sprengi-aðferðir við mismunandi skilyrði með það að markmiði að afla gagna og þekkingar sem hægt verður að byggja á í framtíðinni. Erindið verður bæði í máli og myndum.