Snjóflóðaspár fyrir Súðavíkurhlíð og fleiri vegi – samnorræna verkefnið SNAPS
Í Vísindaporti föstudaginn 28. október munu Harpa Grímsdóttir og Magni Hreinn Jónsson kynna samnorræna verkefnið SNAPS sem Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands á Ísafirði leiðir.
Verkefnið fjallar um snjó og samgöngur á norðurslóðum og snýst um þróun á upplýsingagjöf og þjónustu til að auka öryggi vegfarenda sem ferðast að vetrarlagi um samgönguæðar á norðurslóðum. Á Íslandi hafa Vestfirðir verið skilgreindir sem tilraunasvæði verkefnisins. Hluti af verkefninu snýst um að þróa snjóflóðaspár fyrir Súðavíkurhlíð og hugsanlega fleiri vegi en Vegagerðin er einnig aðili að verkefninu. Eitt markmiðanna er að veita vegfarendum uppýsingar um hugsanlega snjóflóðahættu, þannig má hugsanlega draga úr umferð þegar snjóflóðahætta er mikil án þess að beita lokunum. Hópur vegfarenda, sem fara reglulega um Súðavíkurhlíð, verður hafður með í ráðum um birtingu upplýsinga svo að þær nýtist þeim sem best. Annar hluti felur í sér birtingu snjókorta af Vestfjörðum sem byggð eru á gervitunglamyndum og könnun á nytsemi þeirra við skafrennings- og snjóflóðaspár.
Verkefnið, sem hófst í mars, ber skammstöfunina SNAPS sem stendur fyrir Snow, Ice and Avalanche Applications. Það hlaut styrk frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme).
Harpa Grímsdóttir er útibússtjóri Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands. Hún er með meistaragráðu í landafræði, með áherslu á snjóflóðamál.
Magni Hreinn Jónsson starfar hjá Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2009.
Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.
Verkefnið fjallar um snjó og samgöngur á norðurslóðum og snýst um þróun á upplýsingagjöf og þjónustu til að auka öryggi vegfarenda sem ferðast að vetrarlagi um samgönguæðar á norðurslóðum. Á Íslandi hafa Vestfirðir verið skilgreindir sem tilraunasvæði verkefnisins. Hluti af verkefninu snýst um að þróa snjóflóðaspár fyrir Súðavíkurhlíð og hugsanlega fleiri vegi en Vegagerðin er einnig aðili að verkefninu. Eitt markmiðanna er að veita vegfarendum uppýsingar um hugsanlega snjóflóðahættu, þannig má hugsanlega draga úr umferð þegar snjóflóðahætta er mikil án þess að beita lokunum. Hópur vegfarenda, sem fara reglulega um Súðavíkurhlíð, verður hafður með í ráðum um birtingu upplýsinga svo að þær nýtist þeim sem best. Annar hluti felur í sér birtingu snjókorta af Vestfjörðum sem byggð eru á gervitunglamyndum og könnun á nytsemi þeirra við skafrennings- og snjóflóðaspár.
Verkefnið, sem hófst í mars, ber skammstöfunina SNAPS sem stendur fyrir Snow, Ice and Avalanche Applications. Það hlaut styrk frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme).
Harpa Grímsdóttir er útibússtjóri Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands. Hún er með meistaragráðu í landafræði, með áherslu á snjóflóðamál.
Magni Hreinn Jónsson starfar hjá Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2009.
Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.