Slow Food og matur úr héraði
Í Vísindaporti föstudaginn 11. febrúar mun Guðrún Pálsdóttir, fiskverkandi á Flateyri, kynna Slow Food hreyfinguna. Í nóvember síðastliðnum gafst henni tækifæri til að sækja ráðstefnu á vegum Slow Food á Ítalíu og mun hún segja frá því sem þar bar fyrir augu og eyru. Einnig mun Guðrún segja stuttlega frá sögu Slow Food hreyfingarinnar erlendis og á Íslandi, auk þess að koma inn á hvernig hugmyndifræði hreyfingarinnar getur nýst litlu matvælafyrirtæki á borð við Fiskverkun E.G. sem hún rekur ásamt eiginmanni sínu. Guðrún mun einnig segja frá verkefninu Veisla að vestan, sem rímar vel við hugmyndafræði Slow Food og að lokum greina stuttlega frá harðfisksverkunarferli Firskverkunar E.G.
Vísindaportið er opið öllum áhugasömum og hefst líkt og fyrr klukkan 12.10 í kaffisal Háskólaseturs.
Vísindaportið er opið öllum áhugasömum og hefst líkt og fyrr klukkan 12.10 í kaffisal Háskólaseturs.