föstudagur 15. janúar 2010

Skýrsla um strandveiðarnar 2009 kynnt

Á blaðamannfundi í sjávarútvegsráðuneytinu í dag voru kynntar niðurstöður úttektar sem Háskólasetrið vann fyrir ráðuneytið um framgang og áhrif strandveiðanna síðastliðið sumar.

Sigríður Ólafsdóttir fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun hafði yfirumsjón með úttektinni og vann að uppsetningu verkefnisin, gagnaöflun, úrvinnslu og skýrslugerðinni ásamt Gísla Halldóri Halldórssyni meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun. Einnig voru önnur þekkingar- og fræðasetur á landsbyggðinni fengin til samstarfs.

Nánari upplýsingar um niðurstöður skýrslunnar má nálgast í á vef sjávarútvegsráðuneytisins í fréttatilkynningu. Þar má einnig nálgast skýrsluna í heild sinni.