Skráning í Listaháskóla unga fólksins í fullum gangi
Skráning í Listaháskóla unga fólksins, samstarfsverkefni Háskólaseturs, Menningarráðs og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, er nú í fullum gangi hér á vefnum. Á vefsíðu skólans eru nú aðgengileg drög að stundatöflu fyrir kennslu á öllum stöðunum þremur sem skólinn verður starfræktur á, Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði. Í boði eru fimm skemmtileg eins dags námskeið í ólíkum listgreinum dagana 8.-12. júní.
Meðal námskeiðanna er t.d. námskeið í stafrænni ljósmyndunn sem Ágúst G. Atlason, áhugaljósmyndari og margmiðlunarhönnuður, kennir ámskeið og námskeiðið Látbragð og leikhústrúður sem Ársæll Níelsson leikari hefur umsjón með.
Í stuttu máli hefur Listaháskóli unga fólksins upp á að bjóða fjölbreytt og spennandi námskeið þar sem áhersla er lögð á að nemendur fái að spreyta sig sjálfir og öðlast reynslu sem þeir geta svo haldið áfram að byggja á þegar námskeiðunum sleppir.
Meðal námskeiðanna er t.d. námskeið í stafrænni ljósmyndunn sem Ágúst G. Atlason, áhugaljósmyndari og margmiðlunarhönnuður, kennir ámskeið og námskeiðið Látbragð og leikhústrúður sem Ársæll Níelsson leikari hefur umsjón með.
Í stuttu máli hefur Listaháskóli unga fólksins upp á að bjóða fjölbreytt og spennandi námskeið þar sem áhersla er lögð á að nemendur fái að spreyta sig sjálfir og öðlast reynslu sem þeir geta svo haldið áfram að byggja á þegar námskeiðunum sleppir.