Skottur kynna Kvennafrídaginn
Í kynningu sinni í Vísindaporti munu fulltrúar Skottanna á norðanverðum Vestfjörðum m.a. segja frá fyrirhugaðri landssöfnun í tilefni Kvennafrídagsins og frá fjáröflun fyrir Sólstafi Vestfjarða með sölu rauðu sokkanna og eyrnalokkanna. Einnig verður fjallað um hvatningarátakið „Karlar sýna lit" auk þess sem dagskrá Kvennafrídagsins á norðanverðum Vestfjörðum þann 25. október næstkomandi verður kynnt.
Líkt og fyrr fer Vísindaportið fram í kaffisal Háskólasetursins og hefst kl. 12.10, það er opið öllum og allir hjartanlega velkomnir.
Líkt og fyrr fer Vísindaportið fram í kaffisal Háskólasetursins og hefst kl. 12.10, það er opið öllum og allir hjartanlega velkomnir.