Skipulagsnámskeið í kjölfar vistfræðinámskeiðs
Eftir þriggja vikna námskeið um vistfræði hafs og strandsvæða hjá Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur, Rannsóknarsetri Háskóla Íslands í Bolungarvík, tekur nú við þriggja vikna námskeiðið Planning of Coastal and Marine Regions, sem Morten Edvardsen, prófessor í skipulagi þétt- og strjálbýlis við háskólann í lífsvísindum í Ási í Noregi kennir.
Efnistök vistfræðinámskeiðsins voru fjölbreytt eins og efni námsmannakynninga, sem fram fóru í síðustu viku, leiða í ljós: Marglittur sem ráðast inn á ný svæði; flókin samsetning kóralrifja; lögun sjávarbotnsins; sjávarotrar á Aleut-eyjum sem hornsteinn í vistkerfi; inngrip í genamengi tegunda til að viðhalda stofnum; áhrif kjölvatns á vistkerfi og margt fleira. En nú þurfa nemendur sem sagt að taka fram landakortin, enda skipulag strandsvæða framundan.
Prófessor Morten Edvardsen kenndi skipulagsnámskeiðið einnig í fyrra. Það er afar jákvætt fyrir námsleiðina í haf- og strandsvæðastjórnun hve margir kennarar eru reiðubúnir að koma aftur á Ísafjörð og taka þátt í uppbyggingu námsleiðarinnar. Efni námskeiðsins um skipulag strandsvæða er nátengt rannsóknarverkefni um Nýtingaráætlun strandsvæða, sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Háskólasetur og Teiknistofa Eik, hafa hrundið í framkvæmd. Því má segja að námskeiði og rannsóknarverkefnið styðji vel við hvort annað.
Efnistök vistfræðinámskeiðsins voru fjölbreytt eins og efni námsmannakynninga, sem fram fóru í síðustu viku, leiða í ljós: Marglittur sem ráðast inn á ný svæði; flókin samsetning kóralrifja; lögun sjávarbotnsins; sjávarotrar á Aleut-eyjum sem hornsteinn í vistkerfi; inngrip í genamengi tegunda til að viðhalda stofnum; áhrif kjölvatns á vistkerfi og margt fleira. En nú þurfa nemendur sem sagt að taka fram landakortin, enda skipulag strandsvæða framundan.
Prófessor Morten Edvardsen kenndi skipulagsnámskeiðið einnig í fyrra. Það er afar jákvætt fyrir námsleiðina í haf- og strandsvæðastjórnun hve margir kennarar eru reiðubúnir að koma aftur á Ísafjörð og taka þátt í uppbyggingu námsleiðarinnar. Efni námskeiðsins um skipulag strandsvæða er nátengt rannsóknarverkefni um Nýtingaráætlun strandsvæða, sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Háskólasetur og Teiknistofa Eik, hafa hrundið í framkvæmd. Því má segja að námskeiði og rannsóknarverkefnið styðji vel við hvort annað.