miðvikudagur 15. júní 2011

Skipulag og stefnumótun ferðamennsku við ströndina

Flestir nemendur meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun hafa nú lokið námskeiðum og eru farnir að vinna að lokaritgerðum sínum af fullum krafti. Engu að síður er boðið upp á eitt aukavalnámskeið sem hófst í vikunni og stendur yfir næstu þrjár vikur.

Námskeiðið ber titilinn Skipulag og stefnumótun ferðamennsku við ströndina og er kennt af prófessor Marc L. Miller frá Washington háskólanum í Seattle, Bandaríkjunum. Þetta er þriðja árið í röð sem prófessor Miller kemur vestur á Ísafjörð til að kenna þetta námskeið og er hann sem fyrr aufúsugestur hér við Háskólasetrið. Í námskeiðnu er kannað hvernig ferðamennska og afþreying á strandsvæðum tengir saman fólk og umhverfi. Námskeiðið er hannað með það að augnarmiði að hafa fræðilegt og hagnýtt gildi fyrir nemendur sem hafa akademískan áhuga á málefnum sem spanna allt frá umhverfisfræði og auðlindanýtingu til félags- og hugvísinda.

Prófessor Marc L. Miller á sjó í Arnarfirði sumarið 2010.
Prófessor Marc L. Miller á sjó í Arnarfirði sumarið 2010.