Skilningur á hafinu í Vísindaporti
Í Vísindaporti vikunnar, föstudaginn 4. október ætla nemendur í meistaranámi í Haf- og strandsvæðastjórnun að kenna sitthvað um haffræði.
Undanfarnar tvær vikur hafa nemendurnir tekið þátt í námskeiðinu ,,Understanding the Ocean“ þar sem þau hafa m.a. unnið tilraunir til að útskýra spurningar á borð við ,, Hvað verður um vatnið sem flæðir út úr Miðjarðarhafinu?‘‘, ,,Hvor bráðnar hraðar - ísmoli í ferskavatni eða saltvatni?“, ,,Hvernig útbýrðu risaöldu í baðkari?“ og ,,Get ég útbúið straumharða iðu við strendur Skutulsfjarðar?“. Nemendurnir munu svara þessum spurningum og fleirum með tilraunum sem þeir sýna.
Vísindaportið er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindin fara fram á ensku.