Sjóðir í vörslu Háskólaseturs
Meðal verkefna sem Háskólasetur Vestfjarða hefur tekið að sér á undanförnum árum er umsýsla þriggja sjóða sem starfræktir eru í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.
Þróunarsjóður innflytjendamála var stofnaður árið 2007 af þáverandi félagsmálaráðherra og var samið við Háskólasetrið um að annast umsýslu sjóðsins. Var það tilkynnt á íbúaþingi sem haldið var á Ísafirði í tengslum við ráðstefnu um innflytjenda- og byggðamál sem Fjölmenningarsetur á Ísafirði efndi til í samstarfi við Háskólasetrið. Tilgangur Þróunarsjóðs innflytjendamála er að auðvelda innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Árlega hefur verið úthlutað úr sjóðnum og hefur Háskólasetrið sinnt umsýslunni frá upphafi.
Í ár bættust svo tveir nýir sjóðir í flóruna. Annars vegar er um að ræða sjóð í tilefni Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun en Evrópusambandið hefur helgað árið 2010 baráttunni gegn þessum samfélagmeinum. Hins vegar er um að ræða Mótvægissjóð Velferðarvaktarinnar. Velferðarvaktin hefur það hlutverk að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga hér á landi og að gera tillögur um úrræði. Stofnaður var sérstakur sjóður sem hefur þann tilgang að styrkja átaksverkefni sem styðja við aðgerðir fyrir hópa sem hafa orðið illa úti áf völdum efnahagskreppunar.
Frekari upplýsingar um sjóðina og þau verkefni sem hlutu styrk er að finna á sérstakar undirsíður hér á vefsíðu Háskólaseturs, þar er einnig að finna samantektir verkefna sem hlotið hafa styrki.
Þróunarsjóður innflytjendamála var stofnaður árið 2007 af þáverandi félagsmálaráðherra og var samið við Háskólasetrið um að annast umsýslu sjóðsins. Var það tilkynnt á íbúaþingi sem haldið var á Ísafirði í tengslum við ráðstefnu um innflytjenda- og byggðamál sem Fjölmenningarsetur á Ísafirði efndi til í samstarfi við Háskólasetrið. Tilgangur Þróunarsjóðs innflytjendamála er að auðvelda innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Árlega hefur verið úthlutað úr sjóðnum og hefur Háskólasetrið sinnt umsýslunni frá upphafi.
Í ár bættust svo tveir nýir sjóðir í flóruna. Annars vegar er um að ræða sjóð í tilefni Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun en Evrópusambandið hefur helgað árið 2010 baráttunni gegn þessum samfélagmeinum. Hins vegar er um að ræða Mótvægissjóð Velferðarvaktarinnar. Velferðarvaktin hefur það hlutverk að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga hér á landi og að gera tillögur um úrræði. Stofnaður var sérstakur sjóður sem hefur þann tilgang að styrkja átaksverkefni sem styðja við aðgerðir fyrir hópa sem hafa orðið illa úti áf völdum efnahagskreppunar.
Frekari upplýsingar um sjóðina og þau verkefni sem hlutu styrk er að finna á sérstakar undirsíður hér á vefsíðu Háskólaseturs, þar er einnig að finna samantektir verkefna sem hlotið hafa styrki.