föstudagur 17. júlí 2009

Sjávartengd ferðamennska á Vestfjörðum - Stefnumót Háskólaseturs Vestfjarða og Fræðaseturs H.Í. í Bolungarvík 21. júlí

Í tilefni af komu Dr. Marc L. Millers, þekkts fræðimanns á sviði sjávartengdrar ferðamennsku, til Vestfjarða efna Háskólasetur Vestfjarða og Fræðasetur H.Í. til málstofu um málefni sjávarþorpa sem eru að auka hlut sjávartengdrar ferðmennsku í tekjuöflun og atvinnuuppbyggingu. Málstofan verður n.k. þriðjudag í háskólasetrinu, frá kl.13 til 16, og verður dagskráin þrískipt. Marc mun í upphafi gefa innsýn inn í störf sín og rannsóknir. Við taka starfsmenn og nemendur Fræðaseturs H.Í. og fjalla um niðurstöður rannsókna á sviði ferðmennsku sem hafa verið unnar hjá setrinu. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn verða umræður um Vestfirði m.t.t. þróunar og vaxtar ferðþjónustu á svæðinu og samfélagsleg áhrif atvinnugreinarinnar. Málstofan fer fram á ensku og er öllum sem áhuga hafa á þessu málefni velkomið að taka þátt. Ekka þarf að tilkynna þátttöku fyrirfram.

 

Dr. Marc L. Miller er prófessor við Washington Háskóla í Seattle, BNA. Hann kennir þar m.a. annars við hafauðlindadeild, þar sem boðið er upp á nám sem hefur svipað innihald og meistaranámið í haf- og stransvæðastjórnun við háskólasetrið. Marc er mannfræðingur að mennt og hefur sérstakan áhuga á ferðamennsku á strandsvæðum, uppbyggingu strand- og hafnarsvæða o.fl.