Sjálfsstjórn, afvopnun og herleysi Álandseyja
Í Vísindaporti föstudaginn 29. janúar mun Petra Granholm fjalla um sjálfsstjórn, afvopnun og herleysi Álandseyja. Vísindaportið hefst klukkan 12.10 að vanda og er opið öllum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Álandseyjar eru, ásamt Grænlandi og Færeyjum, eitt af þremur sjálfstjórnarsvæðunum sem eiga aðild að Norræna ráðinu. Sjálfstjórnarfyrirkomulagi þessara eyja í Eystrasaltinu hefur verið lýst sem einu því árangursríkasta í heiminum. Í erindi sínu á föstudaginn mun Petra Granholm kynna nokkrar hliðar á sjálfstjórn, afvopnun og herleysi eyjanna, ásamt sögu þeirra og samskiptum við Finnland, Svíþjóð og Rússland. Hún mun einnig koma inn á sænskuna sem töluð er í eyjunum og verndun minnihlutahópa.
Petra Granholm er meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hún starfar einnig sem rannsóknarmaður hjá Friðarstofnun Álandseyja, sem sinnir verkefnum og rannsóknum á málefnum sem tengjast stríði og friði í víðum skilningi. Stofnunin beinir einkum sjónum að öryggi, sjálfsstjórn og minnihlutahópum ekki síst frá sjónarhóli Álandseyja og hinnar sérstöku stöðu eyjanna gagnvart alþjóðalögum.
Álandseyjar eru, ásamt Grænlandi og Færeyjum, eitt af þremur sjálfstjórnarsvæðunum sem eiga aðild að Norræna ráðinu. Sjálfstjórnarfyrirkomulagi þessara eyja í Eystrasaltinu hefur verið lýst sem einu því árangursríkasta í heiminum. Í erindi sínu á föstudaginn mun Petra Granholm kynna nokkrar hliðar á sjálfstjórn, afvopnun og herleysi eyjanna, ásamt sögu þeirra og samskiptum við Finnland, Svíþjóð og Rússland. Hún mun einnig koma inn á sænskuna sem töluð er í eyjunum og verndun minnihlutahópa.
Petra Granholm er meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hún starfar einnig sem rannsóknarmaður hjá Friðarstofnun Álandseyja, sem sinnir verkefnum og rannsóknum á málefnum sem tengjast stríði og friði í víðum skilningi. Stofnunin beinir einkum sjónum að öryggi, sjálfsstjórn og minnihlutahópum ekki síst frá sjónarhóli Álandseyja og hinnar sérstöku stöðu eyjanna gagnvart alþjóðalögum.