Sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans
Gestir Vísindaports föstudaginn 18. mars eru tveir sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Palestínu, þeir Mohammed Nazer og Nael Rajabi. Þeir eru 25 ára og hafa starfað sem sjálfboðaliðar í Rauða hálfmánanum í 12 ár m.a. sem sjúkraflutningamenn. Einnig eru þeir hluti af sex manna trúðahópi sem fer um Palestínu á vegum Rauða hálfmánans og heimsækir skóla og munaðarleysingjaheimili til að fræða og skemmta börnum. Síðustu daga hafa þeir heimsótt Vestfirði á vegum Rauða krossins, heimsótt skóla og frætt börn um skyndihjálp og neyðarvarnir í gegnum trúðaleik. Einnig hafa þeir heimsótt sjúkraflutningamenn á Ísafirði og kynnt sér störf þeirra. Í Vísindaporti munu þeir segja frá starfi sínu sem sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans.
Líkt og fyrr hefst Vísindaportið kl. 12.10 á föstudaginn í kaffisal Háskólaseturs. Allir velkomnir.
Líkt og fyrr hefst Vísindaportið kl. 12.10 á föstudaginn í kaffisal Háskólaseturs. Allir velkomnir.