Sjálfbærar fiskveiðar og líffræðilegur fjölbreytileiki í hafinu
Í vikunni hófust tvö ný valnámskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Námskeiðin kenna Dr. Selina Heppell og Dr. Scott Heppell en þau eru bæði kennarar við Oregon háskóla í Bandaríkjunum. Selina hefur umsjón með námskeiðinu Evaluating Sustainable Fisheries en Scott með námskeiðinu Conservation of Biodiversity in the Sea.
Þetta er næst síðasta kennslulota meistaranámsins auk þess sem boðið verður upp á eitt auka námskeið um stefnumótun og skipulag í ferðamennsku dagana 13. júní til 1. júlí.
Þetta er næst síðasta kennslulota meistaranámsins auk þess sem boðið verður upp á eitt auka námskeið um stefnumótun og skipulag í ferðamennsku dagana 13. júní til 1. júlí.