föstudagur 22. desember 2017

Sjálfbær strandferðamennska: Útskriftarnemi birtir grein í Regions Magazine

Anika Truter, sem útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðstjórnun í vor, birti nýverið niðurstöður meistaraprófsritgerðar sinnar um Reynisfjöru í Mýrdal. Niðurstöðurnar birtust í sérriti tímaritsins Regions Magazine sem gefið er út af Regional Studies Association og ber titilinn „Sustainability Transitions in the Coastal Zone“. Í greininni eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar dregnar fram í tengslum við sjálfbærni ferðamennsku í Reynisfjöru í Mýrdal með tilliti til öryggismála. Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður en þar hafa orðið alvarleg slys undanfarinn áratug þar sem öldur hafa hrifið fólk úr fjörunni og út á haf. Í grein Aniku eru bestu stjórnunaraðferðir, til að trygja öruggi gesta, greindar og lagðar fram tillögur um hvernig ákvörðunartöku og stjórnun verði best háttað með aðkomu hagsmunaðila. Fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun Dr. Catherine Chambers leiðbeindi verkefninu ásamt Jamie Alley sem gengt hefur stöðu fasts stunda kennara við námsleiðina umára bil.

Greinina má nálgast á vefsvæði Regions Magazine en einnig má lesa lokaritgerð Aniku á Skemmunni.


Anika ásamt meðhöfundum sínum. Greinin ber titilinn
Anika ásamt meðhöfundum sínum. Greinin ber titilinn "Tourism Governance for the Coastal Zone: Reynisfjara Beach, Iceland"
1 af 2