þriðjudagur 10. ágúst 2010

Síðustu valnámskeiðin 2009 - 2010

Mánudaginn 9. ágúst hófust tvö síðustu valnámskeið háskólaársins 2009 - 2010 í meistarnámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Þegar þeim lýkur munu nemendur alfarið snúa sér að vinnu við meistaraprófsritgerðir sínar. Stór hluti námsmannahópsins mun dvelja á Ísafirði í haust við þá vinnu enda snúast mörg verkefnin um vestfirsk málefni.

Þegar þessum tveimur síðustu valnámskeiðum lýkur hefst kennsla háskólaársins 2010 - 2011 af fullum krafti. Von er á rúmlega tuttugu nýnemum sem hefja meistaranámið í byrjun september og eru fjórir þeirra raunar komnir á Ísafjörð og stunda íslenskunám þessa dagana.

Brad Barr kennir námskeiðið Coastal and Marine Conservation.
Brad Barr kennir námskeiðið Coastal and Marine Conservation.
Dr. John Nyboer kennir hitt valnámskeiðið, Energy and Materials Management. Dr. John Nyboer gegnir rannsóknarstöðu við Simon Fraser háskólann í Vancouver í Kanda og er forstöðumaður rannsóknarhópsins Energy and Materials Research Group (EMRG). Í námskeiðinu er leitast við að skoða á þverfaglegan hátt hvernig mannfólkið hefur áhrif á flæði orku og efna um Jörðina. Litið er til þeirra áskorana sem þetta flæði veldur og snúa að því að viðhalda getu Jarðarinnar til að standa undir lífi og félagslegum stöðugleika. Þá er fjallað um tæknilegar, varmafræðilegar, landfræðilegar og líffræðilegar lausnir til að breyta eðli þessa flæðis í átt að sjálfbærni. Einnig er fjallað um mögulegar afleiðingar þessara lausna út frá vistfræðilegum, efnahagslegum og félagslegum sjónarhóli . Auk þess sem litið til þeirra stofnana og stefnumótunar, allt frá nærsamfélaginu til hnattræns samhengis, sem geta skapað þessum lausnum farveg.