þriðjudagur 18. ágúst 2009

Síðustu valnámskeiðin 2008-2009

Nú standa yfir tvö síðustu valnámskeiðin í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun skólaárið 2008-2009. Þegar þeim lýkur munu nemendurnir sem eru að klára þetta fyrsta kennsluár námsleiðarinnar dreifa sér víða um heiminn til að vinna að lokaritgerðum sínum. Nemendurnir mun dvelja á Íslandi, Englandi, Kanada og Suður Afríku og fást við spennandi og fjölbreytt rannsóknarviðfangsefni.

Dr. John Nyboer kennir hitt valnámskeiðið, Energy and Materials Management. Dr. John Nyboer gegnir rannsóknarstöðu við Simon Fraser háskólann í Vancouver í Kanda og er forstöðumaður rannsóknarhópsins Energy and Materials Research Group (EMRG). Í námskeiðinu er leitast við að skoða á þverfaglegan hátt hvernig mannfólkið hefur áhrif á flæði orku og efna um Jörðina. Litið er til þeirra áskorana sem þetta flæði veldur og snúa að því að viðhalda getu Jarðarinnar til að standa undir lífi og félagslegum stöðugleika. Þá er fjallað um tæknilegar, varmafræðilegar, landfræðilegar og líffræðilegar lausnir til að breyta eðli þessa flæðis í átt að sjálfbærni. Einnig er fjallað um mögulegar afleiðingar þessara lausna út frá vistfræðilegum, efnahagslegum og félagslegum sjónarhóli . Auk þess sem litið til þeirra stofnana og stefnumótunar, allt frá nærsamfélaginu til hnattræns samhengis, sem geta skapað þessum lausnum farveg.