Síðasti kennsludagur fyrir CMM nemendur 2009-2010
Að lokinni eins árs dvöl við nám hjá Háskólasetri Vestfjarða kvaddi CMM meistaranemahópurinn starfsmenn Háskólaseturs á miðvikudaginn. Daginn eftir hélt hópurinn í vettvangsferð til Reykjavíkur í tengslum við síðustu tvö valnámskeiðin Energy and Materials Management og Coastal and Marine Conservation.
Eftir að hafa lokið 15 námskeið á fjölbreyttum sviðum, allt frá hagfræði til fiskveiðistjórnunar og mengunar sjávar til skipulags strandferðamennsku, er 12 mánuða dvöl flestra þeirra á Ísafirði nú að líða undir lok. Af þessu tilefni efndi nemendafélagið Ægir til óformlegrar kveðjuathafnar í hádeginu á miðvikudag. Móttökuritarinn Guðrún Sigríður Matthíasdóttir hlaut sérstök verðlaun Ægis fyrir að hafa verið nemendunum einstaklega hjálpsöm og látið þeim líða eins og heima hjá sér. Guðrún Sigríður er sannarlega vel að þessum verðlaunum komin og óskar Háskólasetrið henni innilega til hamingju með þau.
Enda þótt flestir nemendanna snúi nú til heimalanda sinna, eða heimabæja á Íslandi til að vinna að lokaverkefnum sínum, munu sumir dvelja áfram á Íslandi, ýmist á Ísafirði eða annarsstaðar á landinu. En þótt kennslu þessa háskólaárs sé nú lokið veður ekkert hlé á meistaranáminu því nú þegar eru flestir þeirra 25 nema sem hefja nám á nýju kennsluári komnir til Ísafjarðar. Um helgina verður sérstök móttökudagskrá fyrir þá þar sem starfsmenn Háskólseturs og nemendur síðasta árs bjóða námsmennina velkomna.
Eftir að hafa lokið 15 námskeið á fjölbreyttum sviðum, allt frá hagfræði til fiskveiðistjórnunar og mengunar sjávar til skipulags strandferðamennsku, er 12 mánuða dvöl flestra þeirra á Ísafirði nú að líða undir lok. Af þessu tilefni efndi nemendafélagið Ægir til óformlegrar kveðjuathafnar í hádeginu á miðvikudag. Móttökuritarinn Guðrún Sigríður Matthíasdóttir hlaut sérstök verðlaun Ægis fyrir að hafa verið nemendunum einstaklega hjálpsöm og látið þeim líða eins og heima hjá sér. Guðrún Sigríður er sannarlega vel að þessum verðlaunum komin og óskar Háskólasetrið henni innilega til hamingju með þau.
Enda þótt flestir nemendanna snúi nú til heimalanda sinna, eða heimabæja á Íslandi til að vinna að lokaverkefnum sínum, munu sumir dvelja áfram á Íslandi, ýmist á Ísafirði eða annarsstaðar á landinu. En þótt kennslu þessa háskólaárs sé nú lokið veður ekkert hlé á meistaranáminu því nú þegar eru flestir þeirra 25 nema sem hefja nám á nýju kennsluári komnir til Ísafjarðar. Um helgina verður sérstök móttökudagskrá fyrir þá þar sem starfsmenn Háskólseturs og nemendur síðasta árs bjóða námsmennina velkomna.