fimmtudagur 5. mars 2015

Sérstaða Grunnskólans á Þingeyri í Vísindaporti

Stefanía Ásmundsdóttir skólastjóri fjallar í Vísindaporti þann 6. mars 2015 um sérstöðu Grunnskólans á Þingeyri.

 

Grunnskólinn á Þingeyri er fámennur skóli þar sem mörg áhugaverð verkefni eru í gangi. Skólaþróun er mikilvægt starf í grunnskóla, þær leiðir sem Grunnskólinn á Þingeyri hefur meðal annars fetað eru spjaldtölvur í skólastarfi, opinn skóli, áformsvinna og samkennsla. Grunnskólinn á Þingeyri vinnur eftir gildunum virðing, ábyrgð, samheldni og gleði. Fjallað verður um þessa þætti ásamt því að ræða hliðar sem snúa að árangursríku skólastarfi.

 

Stefanía Ásmundsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri er félagsliði og kennari að mennt ásamt því að hafa lokið 90 ECTS-einingum í Uppeldis- og menntunarfræði. Stefanía býr og starfar á Þingeyri og hefur starfað þar í tvo vetur. 

Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. 


Stefanía Ásmundsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri
Stefanía Ásmundsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri