þriðjudagur 15. júní 2021

Seiglurnar blása til málþings um hafið á Ísafirði

Í dag þriðjudaginn 15. júní kemur skútan Esja til hafnar á Ísafirði. Um borð verður hópur kvenna sem kallar sig Seiglurnar en hópurinn lagði úr höfn í Reykjavík á sunnudag og hyggst sigla hringinn í kringum landið á næstu vikum. Tilgangur ferðarinnar er að virkja konur til siglinga við Ísland, vekja athygli á heilbrigði hafsins og hvetja til ábyrgrar umgengni við hafið og auðlindir þess.

Í tengslum við komu hópsins til Ísafjarðar er blástið til málþings í Bryggjusal Edinborgarhússins í hádeginu. Dagskrá málþingsins má nálgast hér að neðan en meðal frummælenda er Dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða.

Skipstjóri í ferðinni er Sigríður Ólafsdóttir, fyrrverandi fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun. Sigríður var fyrsti fagstjóri námsleiðarinnar á árunum 2008-2009 og tók því virkan þátt í mótun námsins í upphafi. Hægt er að fylgjast með ferðum Seiglanna á vefsíðu þeirra.

Dagskrá:

Seiglurnar boða til samtals um hafið og umgengni við það í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði kl. 12:05, 16. júní 2021.

Til máls taka:

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík - Álagsþættir af mannavöldum og lífríki í strandsjó

Sigríður Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun - Heilbrigt haf

Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða - Gildi íslenskra smábáta í sjávarútvegi

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim - Mikilvægi sjálfbærni í sjávarútvegi

Elena Dís Víðisdóttir, sérfræðingur í orkusviði Orkubús Vestfjarða og fulltrúi Bláma - Orkuskipti í sjávarrútvegi á Vestfjörðum.

Umræðum stýrir Bryndís Skúladóttir, verkfræðingur og Seigla.

Við hvetjum gesti til að taka þátt í umræðum. Boðið verður upp á léttar veitingar og er aðgangur ókeypis.