Samspil sela og fiskeldis
[mynd 1 h]Föstudaginn 26. apríl kynnir Andrew W. Osmond, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun, lokaritgerð sína um samspil sela og fiskeldis á Íslandi. Ritgerðin ber titilinn Seals and Aquaculture in Iceland: Potential for Conflict and Practical Mitigation Measures. Kynningin fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og hefst kl. 14.00.
Leiðbeinandi verkefnisins er Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur og selasérfræðingur hjá Selasetrinu á Hvammstanga en prófdómari er dr. Peter Krost, sérfræðingur í fiskeldi og kennari við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun.
Úrdráttur
[mynd 2 h]Ísland á sér langa útgerðarsögu og því er eðlilegt að Íslendingar hafi tekið þátt í uppbyggingu fiskeldis, sem er mesti vaxtarbroddur matvælaframleiðslu í heiminum. Á undanförnum árum hefur fiskeldi í sjó orðið æ vinsælla og hefur það leitt til aukinnar útbreiðslu þess í fjörðum umhverfis landið. Markmið þessa verkefnis er að komast að niðurstöðu um hvort fiskeldið hafi áhrif á staðbundna selastofna og hvort þessir selastofnar hafi áhrif á fiskeldið. Auk þess hefur verkefnið það markmið að spá fyrir um hugsanleg áhrif þessa samspils í framtíðinni. Með því að vakta núverandi fiskeldissvæði, og selina sem þar lifa, má öðlast skilning á því hvernig samspili þessara tveggja þátta er háttað. En einnig með því að bera aðstæður hér á landi við aðstæður annarsstaðar í heiminum, þar sem þetta samspil hefur valdið vandræðum. Könnun meðal fiskeldisfyrirtækja var einnig framkvæmt til að komast að raun um vandamál sem hafa átt sér stað, eða eiga sér, stað í kringum landið. Í rannsókninni var gögnum safnað við sellátur, staði þar sem fiskeldi er þegar til staðar og á stöðum þar sem fiskeldi er fyrirhugað. Með þessum gögnum, ásamt rannsóknum víða að úr heiminum, þar sem samspil fiskeldis og sela hefur valdið vandræðum, má finna aðferðir til að eiga við og koma í veg fyrir árekstra hvað þetta varðar á Íslandi. Grunngögn þessarar rannsóknar má jafnframt nýta til frekari ransókna og samanburðar í framtíðinni hvað fjölda sela á þessum tilteknu stöðum varðar.
Leiðbeinandi verkefnisins er Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur og selasérfræðingur hjá Selasetrinu á Hvammstanga en prófdómari er dr. Peter Krost, sérfræðingur í fiskeldi og kennari við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun.
Úrdráttur
[mynd 2 h]Ísland á sér langa útgerðarsögu og því er eðlilegt að Íslendingar hafi tekið þátt í uppbyggingu fiskeldis, sem er mesti vaxtarbroddur matvælaframleiðslu í heiminum. Á undanförnum árum hefur fiskeldi í sjó orðið æ vinsælla og hefur það leitt til aukinnar útbreiðslu þess í fjörðum umhverfis landið. Markmið þessa verkefnis er að komast að niðurstöðu um hvort fiskeldið hafi áhrif á staðbundna selastofna og hvort þessir selastofnar hafi áhrif á fiskeldið. Auk þess hefur verkefnið það markmið að spá fyrir um hugsanleg áhrif þessa samspils í framtíðinni. Með því að vakta núverandi fiskeldissvæði, og selina sem þar lifa, má öðlast skilning á því hvernig samspili þessara tveggja þátta er háttað. En einnig með því að bera aðstæður hér á landi við aðstæður annarsstaðar í heiminum, þar sem þetta samspil hefur valdið vandræðum. Könnun meðal fiskeldisfyrirtækja var einnig framkvæmt til að komast að raun um vandamál sem hafa átt sér stað, eða eiga sér, stað í kringum landið. Í rannsókninni var gögnum safnað við sellátur, staði þar sem fiskeldi er þegar til staðar og á stöðum þar sem fiskeldi er fyrirhugað. Með þessum gögnum, ásamt rannsóknum víða að úr heiminum, þar sem samspil fiskeldis og sela hefur valdið vandræðum, má finna aðferðir til að eiga við og koma í veg fyrir árekstra hvað þetta varðar á Íslandi. Grunngögn þessarar rannsóknar má jafnframt nýta til frekari ransókna og samanburðar í framtíðinni hvað fjölda sela á þessum tilteknu stöðum varðar.