þriðjudagur 13. desember 2011

Samningar undirritaðir við þrjú þekkingarsetur um starfsemi og þjónustu

Mennta- og meningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur undirritað samning við Háskólasetur Vestfjarða um starfsemi og þjónustu. Samningurinn tekur við af upprunalegum samningi milli Menntamálaráðuneytis, Iðnaðarráðuneytis og Háskólaseturs sem var undirritaður við opnun Háskólaseturs í janúar 2006 og var tímabundinn til fimm ára.


Meginmarkmið samningsins er að bæta aðgengi íbúa að námi og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna, fræðastarfs og atvinnuþróunar.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið er með þessum samningi að festa í sessi starfsemi þekkingarsetranna á landsbyggðinni. Á grundvelli fjárframlaga til ólíkra setra er ábyrgð þeirra á starfseminni skilgreind þannig að hún fullnægir kröfum um fagmennsku og gæði.


Á sama tíma var skrifað undir samsvarandi samninga við Háskólafélag Suðurlands og Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Halldór Halldórsson stjórnarformaður skrifaði undir fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða.

Frétt á vefsíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis hér.


Við undirritun samningsins: Katrín Jakobsdóttir ráðherra og Halldór Halldórsson stjórnarformaður Háskólaseturs
Við undirritun samningsins: Katrín Jakobsdóttir ráðherra og Halldór Halldórsson stjórnarformaður Háskólaseturs
1 af 2