fimmtudagur 8. mars 2012

Saltverk Reykjaness - frá hugmynd að raunverulegri upplifun

Föstudaginn, 9. mars, mun Garðar Stefánsson, einn af frumkvöðlum Saltverk Reykjaness kynna fyrirtækið og framleiðsluna í Vísindaporti. Eða eins og titill erindisins segir, frá hugmynd að raunverulegri upplifun.
Mun hann segja frá því hvernig þrír félagar, hagfræðingur og tveir verkfræðingar fara af stað með nýsköpunarhugmynd sem orðin er að veruleika. En auk Garðars, eru þeir Björn Steinar Jónsson og Yngvi Eiríksson eigendur að fyrirtækinu. Mastersverkefni Garðars fjallaði um hugmyndina og Björn Steinar vinnur nú að mastersritgerð sem mun stuðla að þróun verkefnisins.
Garðar Stefánsson lauk B.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og M.A. gráðu í markaðs- og nýsköpunarfræðum frá Háskólanum í Árósum árið 2011.
Vísindaportið er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.