fimmtudagur 11. nóvember 2010

Sæskrímsli í Vísindaporti

Í Vísindaporti föstudaginn 12. nóvember mun Ignacio López Moreno, gestafræðimaður frá Universidad de Muricia á Spáni, fjalla um íslensk sæskrímsli út frá hugmyndum um hið háleita eða the sublime á ensku, en hugtakið hefur einnig verið þýtt sem hið ægifagra á íslensku og vísar til náttúruskynjunar. Í erindi sínum mun Ignacio fjalla um hvernig megi nálgast rannsóknir á íslenskum sæskrímslum með hugmyndinni um hið háleita. Nánari úrdrátt má nálgast á enska síðuhluta Háskólaseturs. Erindið hefst sem fyrr klukkan 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólasetursins. Það fer fram á ensku og er opið öllum.

Ignacio Lópesz Moreno er kennari við listadeild Universidad de Muricia á Spáni og vinnur nú að doktorsritgerð sinni við Universidad de Granada. Auk rannsókna og kennslu fæst hann við listsköpun, hljóð, mynd og málverk. Hann hefur stundað framhaldsnám við háskólann í Kaliforníu og verið gestafræðimaður við Columbia háskólann í New York. Sem stendur vinnur hann að rannsóknarverkefni fyrir Skrímsetrið á Bíldudal, með styrkjum frá Íslandi, Liecthenstein og Noregi í gegnum styrkjakerfið Evrópska efnahagssvæðisins, auk þess sem Compltense háskólinn í Madrid kemur að verkefninu. Eftir að hafa dvalið á Bíldudal í mánuð, hyggst Ignacio ljúka rannsóknarverkefninu á næstu tveimur mánuðum á Íslandi.

Ignacio Lópesz Moreno frá Muricia háskólanum á Spáni mun fjallar um íslensk sæskrímsli í Vísindaporti.
Ignacio Lópesz Moreno frá Muricia háskólanum á Spáni mun fjallar um íslensk sæskrímsli í Vísindaporti.