miðvikudagur 13. júlí 2011

SIT nemar kynna verkefnin sín

Undanfarna daga hefur hópur nema á vegum School for International Training (SIT) í Vermont í Bandaríkjunum dvalið hjá Háskólasetri Vestfjarða Dvöl hópsins á Vestfjörðum er hluti af námsáfanganum Renewable Energy, Technology, and Resource Economics in Iceland sem fer allur fram á Íslandi, hjá RES Orkuskóla á Akureyri, í Reykjavík og hér á Ísafirði.

 

Nemarnir leggja stund á nám um endurnýjanlega orku og hafa þeir, auk þess að fara í vettvangsferðir og fá ýmsar kynningar og fyrirlestra, unnið sjálfstæð rannsóknarverkefni sem fjalla á einn eða annan hátt um endurnýjanlega orkugjafa. Föstudaginn 15. júlí n.k. verður haldin opin kynning í Háskólasetri Vestfjarða þar sem öll verkefnin verða kynnt. Kynningin hefst kl. 10 og stendur til u.þ.b. kl. 15 með hádegishléi milli kl. 12-13. Áætlað er að hver nemi muni fjalla um verkefni sitt í 15-20 mínútur. Við hvetjum alla sem áhuga hafa til að mæta og viljum um leið nota tækifærið og færa öllum sem aðstoðað hafa hópinn bestu þakkir.

 


SIT hópurinn 2011
SIT hópurinn 2011