Rektor Háskólans í Reykjavík í heimsókn í Háskólasetri Vestfjarða
Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, er væntanleg í heimsókn í Háskólasetur Vestfjarða miðvikudaginn 12. september.
Svafa mun m.a. afhenda rannsókn sem unnin hefur verið af Rannsóknum og greiningu, um hagi og líðan ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum. Rannsóknir og greining hefur um árabil rannsakað hagi og líðan ungs fólks á landsvísu, og vinnur m.a. með sveitarfélögum við að taka út sérstök svæði.
Hér á norðanverðum Vestfjörðum hafa Rannsóknir og greining starfað mest með VáVest-hópnum, sem er hópur foreldra, skólamanna og annarra sem koma að forvarnarstarfi fyrir unglinga.
Í tilefni af opnun Háskólaseturs Vestfjarða í febrúar 2006 ákvað HR að láta Rannsóknir og greiningu vinna þessa rannsókn og gefa Háskólasetrinu og um leið sveitarfélaginu. Skýrslan hefur að geyma mikilvægar og áhugaverðar upplýsingar um hagi ungs fólks og verður birt á vefsíðu HSvest að lokinni kynningunni.
Álfgeir Logi Kristjánsson aðjúnkt við kennnslufræði- og lýðheilsudeild HR mun kynna niðurstöður skýrslunnar í Háskólasetrinu, miðvikudaginn 12. september kl. 12:00, en kynningin er ætluð öllum sem tengjast eða hafa áhuga á forvarnarstarfi unglinga á einn eða annan hátt.
Svafa mun m.a. afhenda rannsókn sem unnin hefur verið af Rannsóknum og greiningu, um hagi og líðan ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum. Rannsóknir og greining hefur um árabil rannsakað hagi og líðan ungs fólks á landsvísu, og vinnur m.a. með sveitarfélögum við að taka út sérstök svæði.
Hér á norðanverðum Vestfjörðum hafa Rannsóknir og greining starfað mest með VáVest-hópnum, sem er hópur foreldra, skólamanna og annarra sem koma að forvarnarstarfi fyrir unglinga.
Í tilefni af opnun Háskólaseturs Vestfjarða í febrúar 2006 ákvað HR að láta Rannsóknir og greiningu vinna þessa rannsókn og gefa Háskólasetrinu og um leið sveitarfélaginu. Skýrslan hefur að geyma mikilvægar og áhugaverðar upplýsingar um hagi ungs fólks og verður birt á vefsíðu HSvest að lokinni kynningunni.
Álfgeir Logi Kristjánsson aðjúnkt við kennnslufræði- og lýðheilsudeild HR mun kynna niðurstöður skýrslunnar í Háskólasetrinu, miðvikudaginn 12. september kl. 12:00, en kynningin er ætluð öllum sem tengjast eða hafa áhuga á forvarnarstarfi unglinga á einn eða annan hátt.