Refirnir á Hornströndum
Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur og forstöðukona Melrakkaseturs Íslands í Súðavík, ætlar að mæta í Vísindaport vikunnar, þann 21. febrúar næstkomandi. Þar mun hún flytja erindið, Refir á Hornströndum.
Erindið mun fjalla um rannsóknir á refum í Friðlandi Hornstranda. Farið verður yfir helstu rannsóknarniðurstöður frá athugunum sem hafa farið fram á sumrin frá árinu 1998.
Vísindaportið er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.