mánudagur 2. nóvember 2020

Rannsóknir um hafnarframkvæmdir í Finnafirði

Nú í vikunni munu Johannes Stein, nemandi í haf- og stranadsvæðastjórnun og Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræðum kynna rannsóknir sínar á alþjóðlegri ráðstefnu í Connecticut, Bandaríkjunum. Ráðstefnan fer fram dagana 4.-8. nóvember og er yfirskrift hennar “Coastal Transitions: Blue Economy”,  eða “Umbreytingar strandsvæða: Bláa hagkerfið.” Ráðstefnan er skipulögð af dr. Patrick Heidkamp, sem kennir einmitt námskeið um bláa hagkerfið við Háskólasetur Vestfjarða.

Á ráðstefnunni munu þeir Johannes og Matthias kynna rannsóknir sínar á fyrirhuguðum hafnarframkvæmdum í Finnafirði á Norðausturlandi. Rannsóknir Matthiasar beinast að áhrifum slíkra verkefna á samfélagslega seiglu en Johannes fjallar um hvernig heimamenn skynja þessar fyrirætlanir, væntingar þeirra og áhyggjur. Þær niðurstöður byggja á spurningakönnun sem hann framkvæmdi í sumar í tengslum við meistaraprófsritgerð sína.

Enn er hægt að skrá sig ókeypis á ráðstefnuna sem áhorfandi á þessum tengli.


Johannes Stein á ferðinni á Norðausturlandi í sumar en hann framkvæmdi spurningakönnun meðal íbúa fyrir meistaraprófsritgerð sína.
Johannes Stein á ferðinni á Norðausturlandi í sumar en hann framkvæmdi spurningakönnun meðal íbúa fyrir meistaraprófsritgerð sína.
1 af 2