miðvikudagur 5. desember 2012

"Rannsóknarumhverfi" - póstlisti

Nýjum póstlista "Rannsóknarumhverfi" hefur verið ýtt úr vör að frumkvæði Háskólaseturs Vestfjarða. Eins og nafnið gefur til kynna er póstlistanum ætlað að vera vettvangur fyrir fréttir og tilkynningar um efni á sviði rannsókna og fræða sem varða Vestfirði eða hefur þýðingu fyrir svæðið, svo sem fyrirhugaðar eða nýafstaðnar rannsóknir, ráðstefnur, fræðslufundi, styrki og sjóði.

 

Þessi póstlisti er sérstaklega ætlaður þeim sem starfa á sviði rannsókna og þróunar á Vestfjörðum og fyrirtækjum í nánu samstarfi við heim vísindanna, en öðrum áhugasömum sem vilja fylgjast með fréttum af þessu sviði eða deila þeim er einnig velkomið að stofna áskrift.


Þeim sem hafa áhuga á að tengjast þessum póstlista er bent á að hafa samband við Pernillu Rein, verkefnastjóra, pernilla (hjá) uwestfjords.is