föstudagur 4. mars 2011

Rannsóknarstyrkir VaxVest fyrir námsmenn

Vaxtarsamningur Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki til námsmanna. Styrkirnir eru ætlaðir lokaverkefnum á háskólastigi sem tengjast rannsóknum, nýsköpun og þróun í ákveðnum atvinnugreinum eða sem nýtast uppbyggingu samfélags og atvinnulífs á Vestfjörðum í heild. Hvatt er til samstarfs við fyrirtæki innan Vestfjarða.

Umsóknarfrestur er til 1. maí.

Allar nánari upplýsingar um rannsóknarstyrkina og reglur um úthlutun má nálgast á heimasíðu Vaxtarsamnings Vestfjarða.

Nokkrir meistaranemar við Háskólasetur Vestfjarða hlutu styrk úr rannsóknarnámssjóði Vaxtarsamnings Vestfjarða á síðasta ári. Myndin er tekin í fyrra vor þegar styrksamningarnir voru undirritaðir.
Nokkrir meistaranemar við Háskólasetur Vestfjarða hlutu styrk úr rannsóknarnámssjóði Vaxtarsamnings Vestfjarða á síðasta ári. Myndin er tekin í fyrra vor þegar styrksamningarnir voru undirritaðir.