Rannsóknarstyrkir VaxVest fyrir námsmenn
Í dag fengu nemendur meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun kynningu á rannsóknarstyrkjum sem nemendum stendur til boða að sækja um til Vaxtarsamnigs Vestfjarða.
Styrkirnir eru ætlaðir verkefnum sem tengjast rannsóknum, nýsköpun og þróun í ákveðinni atvinnugrein eða fyrir atvinulífið í heild sinni og eiga að miðast við uppbyggingu samfélags og atvinnulífs á Vestfjörðum. Sérstaklega er hvatt til þess að nemendur vinni verkefnin í samstarfi við fyrirtæki innan Vestfjarða.
Umsóknarfrestur er til 31. mars en tilkynnt er um ákvörðun úthlutunarnefndar 30. apríl.
Allar nánari upplýsingar um rannsóknarstyrkina og reglur um úthlutun má nálgast á heimasíðu Vaxtarsamnings Vestfjarða.
Styrkirnir eru ætlaðir verkefnum sem tengjast rannsóknum, nýsköpun og þróun í ákveðinni atvinnugrein eða fyrir atvinulífið í heild sinni og eiga að miðast við uppbyggingu samfélags og atvinnulífs á Vestfjörðum. Sérstaklega er hvatt til þess að nemendur vinni verkefnin í samstarfi við fyrirtæki innan Vestfjarða.
Umsóknarfrestur er til 31. mars en tilkynnt er um ákvörðun úthlutunarnefndar 30. apríl.
Allar nánari upplýsingar um rannsóknarstyrkina og reglur um úthlutun má nálgast á heimasíðu Vaxtarsamnings Vestfjarða.