Rannsóknarskipið Knorr við bryggju á Ísafirði
Rannsóknarskipið Knorr, sem fjallað var um hér á síðunni fyrir nokkru, liggur nú við bryggju á Ísafirði. Skipið lagði í rannsóknarleiðangur þann 22. ágúst síðastlinni m.a. til að rannsaka nýlega uppgötvaðan hafstraum sem hlotið hefur nafnið North Icelandic Jet og gæti haft umtalsverð áhrif á þróun loftslagsbreytinga og hlýnun jarðar.
Skipið er á Ísafirði til að skipta um hluta áhafnar sinnar og heldur aftur út til rannsókna um helgina. Tveir af áhafnarmeðlimum skipsins, þau Sindre Skrede og Mirjam Glessmer, heimsóttu Háskólasetrið og kynntu sér starfsemi þess. Mirjam þekkti nokkuð til Háskólasetursins áður en hún kom til Ísafjarðar því hún stundaði áður nám við Háskólann í Kiel ásamt Astrid Dispert, fyrrum nemenda meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið. Mirjam er hluti af vísindaáhöfn skipsins en hún er nú nýdoktor við háskólann í Bergen. Sindre Skrede tilheyrir aftur á móti þeim hluta áhafnarinnar sem miðlar framgangi rannsóknarleiðangursins til almennings og fjölmiðla m.a. í gegnum vefsíðu leiðangursins. Hann stundar nám í blaðamennsku við háskólann í Bergen.
Skipið er á Ísafirði til að skipta um hluta áhafnar sinnar og heldur aftur út til rannsókna um helgina. Tveir af áhafnarmeðlimum skipsins, þau Sindre Skrede og Mirjam Glessmer, heimsóttu Háskólasetrið og kynntu sér starfsemi þess. Mirjam þekkti nokkuð til Háskólasetursins áður en hún kom til Ísafjarðar því hún stundaði áður nám við Háskólann í Kiel ásamt Astrid Dispert, fyrrum nemenda meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið. Mirjam er hluti af vísindaáhöfn skipsins en hún er nú nýdoktor við háskólann í Bergen. Sindre Skrede tilheyrir aftur á móti þeim hluta áhafnarinnar sem miðlar framgangi rannsóknarleiðangursins til almennings og fjölmiðla m.a. í gegnum vefsíðu leiðangursins. Hann stundar nám í blaðamennsku við háskólann í Bergen.