mánudagur 22. ágúst 2011

Rannsóknarleiðangur um veðurfarsbreytingar

Hópurinn sem stundaði rannsóknir á Vestfjörðum sumarið 2011.
Hópurinn sem stundaði rannsóknir á Vestfjörðum sumarið 2011.
Landmótunar- og setlagafræði styðjast í miklum mæli við rannsóknir á borkjörnum en Lisa og samstarfsfólk hennar ætla að ganga skrefi lengra. Þetta gera þau með því að bera saman borkjarnaniðurstöðum og niðurstöðum sem aflað er úr setlögum vestfirskra vatna sem gefa hugmyndir um styttri tímabil. Útlit er fyrir að talsverður munur sé á Baffin-eyju og Íslandi þegar kemur að lengri tímabilum og að Litla Ísöldin hafi haft meiri áhrif þar en hér, enn fremur virðast skemmri tímabil, 80-100 ára, vera miklvægari þegar kemur að Íslandi. Þessi stuttu tímabil kunna að vera af völdum Norður-Atlandshafs sveiflunni svokölluðu (North Atlantic Oscillation).

[mynd 1 h]Rannsóknin er yfirstandandi og vísindamennirnir og nemendurnir frá Miðstöð umhverfisrannsókna við Plymouth State University hyggjast halda rannsóknum sínum áfram næsta vor og áfram út árið 2014. Vonandi verður veðurfarið hagstæðara næsta vor því hópurinn upplifði allskyns veðrabrigði í vor þ.á m. snjókomu. Í öllu falli mun Háskólasetur Vestfjarða taka vel á móti þeim, hvernig sem viðrar.

Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér og hér.