mánudagur 17. janúar 2011

Rannsókna- og nýsköpunarsjóður V-Barðastrandasýslu

Framundan er seinni úthlutun sjóðsins 2010. Stefnt er að úthlutun fyrir lok febrúar. Að þessu sinni eru úthlutanir sjóðsins einskorðaðar við fiskeldi og skelrækt. Eru það áherslur sem settar eru af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. Því leggur stjórn sjóðsins áherslu á að umsóknir endurspegli verkefni sem tengjast með skýrum hætti eftirtöldum áherslum:

  • Þorskeldi. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hagkvæmni þess að fara í seiðaeldi á Vestfjörðum.
  • Áframeldi í þorski.
  • Eldi fyrir nýja markaði.
  • Kræklingarækt. Sérstök áhersla er lögð á að efla fyrirtæki sem eru að hefja ræktun.
  • Nýjar, óhefðbundnar tegundir.
  • Laxeldi. Áhersla á verkefni sem stuðla að uppbyggingu í laxeldi á svæðinu.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. febrúar 2011 og skal umsóknum skilað til Atvest. Að öðru leyti er vísað í reglur um úthlutanir á heimasíðum Atvest (www.atvest.is).