Rætt við CMM nema í Landanum
Í sjónvarpsþættinum Landanum, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, var fjallað um hafnir landsins og nýtt hlutverk þeirra m.t.t. þess að minna af fiski er landað við þær en áður. Meðal annars var fjallað um Ísafjarðarhöfn, einkum í ljósi hugmynda sem starfshópur um framtíðarskipan umhverfisins Pollsins hefur unnið að. Rætt var við Maik Brötzmann, meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun, sem vinnur um þessar mundir að meistaraprófsverkefni um hagkvæmni þess að Ísafjarðarhafnir setji á fót þjónustuhöfn fyrir skemmtibáta, skútur og aðra smábáta. Einnig var rætt við Ásgerði Þorleifsdóttur, sem á sæti í starfshópnum, og Sigurð Jónsson skútuskipstjóra hjá Borea Adventures.
Innslagið er aðgengilegt á vef RÚV.
Innslagið er aðgengilegt á vef RÚV.