miðvikudagur 28. apríl 2010

Rætt við Bjarna M. Jónsson í Víðu og breiðu

Í gær ræddi Pétur Halldórsson í þættinum Vítt og breitt á Rás 1 við Bjarna M. Jónsson um meistaraprófsverkefni hans um möguleika þess að virkja sjávarföll í fjörðum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Í viðtalinu er komið víða við og meðal annars rætt um kosti slíkra virkjanna, samþættingu vegagerðar og sjávarfallavirkjunar á þessum slóðum og áhrif á umhverfið. Viðtalið er aðgengilegt á vef Ríkisútvarpsins næstu tvær vikur.

Bjarni M. Jónsson varði ritgerð sína á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl síðastliðinn, að viðstöddu fjölmenni í Háskólasetri Vestfjarða. Hægt er að lesa nánar um vörnina og ritgerðina hér á vefnum.