þriðjudagur 8. febrúar 2011

Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði, Ísafirði, 8. - 9. apríl 2011.

Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði verður að haldin á Ísafirði dagana 8.-9. apríl n.k. og hefur Háskólasetrið tekið að sér að sjá um skipulag ráðstefnunnar. Er um að ræða árlegan viðburð og var fyrsta ráðstefnan haldin á Akureyri 2007.

Fjölbreytilegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi verða kynntar og meðal efnis má nefna heilbrigði og samfélag, þjóð og menning, auðlindastjórnun, málefni fatlaðra, eldri borgarar, stjórnarskrá Íslands og upplýsinga- og þekkingarsamfélagið.

Þeir sem hafa áhuga á því að flytja erindi eða kynna veggspjald á ráðstefnunni skulu senda titil og 150 orða útdrátt á netfangið albertina@uwestfjords.is fyrir 28. febrúar 2011.

Verkefnastjórar ráðstefnunnar eru Albertína Fr. Elíasdóttir og Pernilla Rein, starfsmenn Háskólaseturs.

Frekari upplýsingar, skráningareyðublað og drög að dagskrá er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar.
Einnig má hafa samband við Pernillu Rein pernilla@uwestfjords.is, eða í síma 450-3044.