Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði
Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði verður haldin í fimmta sinn á Ísafirði 8.-9. apríl næstkomandi. Ráðstefnan er árlegur viðburður og hefur hún áður verið haldin í Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Bifröst. Undirbúningur hennar að þessu sinni er í höndum Háskólaseturs Vestfjarða.
Á ráðstefnunni verða samtals 12 málstofur og yfir 50 erindi. Auk fræðimanna frá flestum háskólum landsins koma fyrirlesarar m.a. frá stofnunum á borð við Lýðheilsustöð og Lögreglembættinu í Reykjavík.
Á ráðstefnunni verða samtals 12 málstofur og yfir 50 erindi. Auk fræðimanna frá flestum háskólum landsins koma fyrirlesarar m.a. frá stofnunum á borð við Lýðheilsustöð og Lögreglembættinu í Reykjavík.
Efni ráðstefnunnar er afar fjölbreytt:
- Háskólar á landsbyggðinni
- Byggðir og byggðaþróun
- Sjálfbær þróun
- Félagslegur stuðningur
- Samfélagsleg þátttaka
- Efnahagslíf þjóðarinnar
- Sögur og merking
- Jafnrétti kynjanna
- Afbrot og frávik
- Fjölmiðlar og samfélag
- Börn og unglingar
- Menningarstefna og fjölmenning
Þátttökugjald á ráðstefnunni er 5.000 kr. fyrir báða dagana, 2.500 kr. fyrir annan daginn en háskólanemar greiða ekkert gjald.
Allar nánari upplýsingar, dagskrá og úrdrætti erinda, má nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar.