mánudagur 27. apríl 2009

Próftímabilið hafið í Háskólasetrinu

Í dag hófst próftímabil vorannar 2009 í Háskólasetrinu.  Í kringum 90 manns taka próf í Háskólasetrinu á þessu tímabili, bæði frumgreinanemar og fjarnemar við aðra háskóla.  Einnig eru nokkrir nemendur sem stunda nám við sína skóla en koma heim snemma og taka prófin sín þá hér.  Þeir sem ætla sér að taka próf hjá Háskólasetri Vestfjarða nú í vor eru hvattir til að skoða próftöfluna og ganga úr skugga um að þeir séu rétt skráðir í próf.  Próftöfluna má skoða hér.