föstudagur 3. desember 2010

Próftímabil hafið og Vísindaport komið í jólafrí

Í vikunni hófst próftímabilið í Háskólasetrinu og mun það standa yfir til 17. desember. Nemendur sitja í hverju horni og læra fyrir próf og eins eru flestar stofur uppteknar fyrir próf. Líkt og fyrri ár fer Vísindaportið því í jólafrí en hefur aftur göngu sína í janúar. Þeir sem luma á efni fyrir Vísindaport eftir áramót mega gjarnan hafa samband við Inga Björn Guðnason verkefnastjóra hjá Háskólasetrinu ingi(hja)uwestfjords.is.

Nemendur í prófaham í vinnuaðstöðu Háskólaseturs.
Nemendur í prófaham í vinnuaðstöðu Háskólaseturs.