Prófatími hefst og Vísindaport í jólafrí
Á morgun hefst jólaprófatímabilið hjá Háskólasetri Vestfjarða og af þeim sökum fellur Vísindaport niður það sem eftir lifir árs. Fyrsta Vísindaportið á nýju ári fer fram föstudaginn 13. janúar.
Um og yfir 100 nemendur, sem stunda fjarnám á háskólastigi, sækja þjónustu sína til Háskólaseturs og af þeim erum nálægt helmingur að þreyta jólapróf - sumir eitt próf en aðrir allt að sjö prófum. Samkvæmt áætlun eiga síðustu prófin að fara fram föstudaginn 16. desember.