Próf í Háskólasetrinu - próftaflan
Þessa dagana standa próf og prófalestur yfir í Háskólasetri Vestfjarða. Nemendur sem taka próf sín í Háskólasetrinu stunda flestir fjarnám við háskóla landsins eða frumgreinanám við Háskólasetrið. Um er að ræða tæplega 100 manns sem þreita próf sín í Háskólasetrinu í þessari lotu. Það er því ljóst að háskólanámi á Vestfjörðum vex sífellt fiskur um hrygg vegna þess að auk þeirra sem nú taka próf í desember er fjöldi manns sem stundar nám á meistarastigi þar sem í flestum tilfellum er ekki um próftöku að ræða. Til hægðarauka fyrir nemendur er hér próftafla Háskólaseturs vegna prófanna nú í desember. Þeir nemendur sem hyggjast taka próf sín hjá Háskólasetrinu en finna nafn sitt ekki á þessum listum eru beðnir um að hafa samband í síma 450 3040.