föstudagur 8. júlí 2011

Plast inntaka fýla við Ísland

Síðastliðna vorönn stunduðu sex skiptinemar nám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Þrír frá háskólanum í Þrándheimi í Noregi og þrír frá Wageningen háskólanum í Leewarden, Hollandi. Einn nemendanna frá Hollandi, Susanne Knhn, hefur nýtt dvölina til að taka sýni úr fýlum til að kanna plastmagn í innyflum þeirra.

Susanne við krufningu
Susanne við krufningu
Rannsóknarverkefni Susanne er hluti af stóru Evrópsku verkefni: „Ég fékk tækifæri til að vinna fyrir samhæfingaraðila evrópsks verkefnis um áhrif plasts á fýla í Hollandi. Að hans ósk hef ég unnið að því að koma upp samböndum til að safna dauðum fýlum á Íslandi til rannsókna en sem stendur er engin þekking til staðar á stöðu plastinntöku fýla við strendur Íslands. Sjómaður sem gerir út línubát í Bolungarvík hefur aðstoðað mig í þessu skyni og safnað fýlum sem hafa fests í línunum." Fleiri nemendur við skóla Susanne nutu góðs af veru hennar á Íslandi því hún tók einnig að sér að safna fjaðrasýnum úr fuglunum sem munu nýtast doktorsnema sem stundar rannsóknir á magni þungmálma í ólíkum fýlastofnum. 

OSPAR nefndin hefur sett fram vistfræðileg gæðamarkmið (Ecological quality objectives) til að minnka plast í Norðursjó og þar með í fýlum. Í tengslum við þessi markmið eru breytingar á plastmengun skoðaðar í mörgum löndum við Norðursjó, austanvert Atlandshaf og nú loks á á Íslandi í þessu sambandi.

Við óskum Susanne alls hins besta með rannsóknarverkefni sitt og vonumst til að sjá hana fyrr en seinna á Íslandi aftur.

http://www.ospar.org/

Nánari upplýsingar um rannsóknir á plast inntöku fugla

*Heimild