mánudagur 28. febrúar 2011

Ósnortin hafsvæði: Brýnt vistfræðilegt málefni eða áhugaverð hugmynd?

Brad Barr kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun heldur opinn fyrirlestur um ósnortin hafsvæði (Ocean Wilderness) í hádeginu miðvikudaginn 2. mars í Háskólasetrinu.

Í erindinu mun Brad Barr fjalla um yfirstandandi rannsóknir sínar sem snúa að því hvernig megi skilgreina og velja ósnortin vernduð svæði í hafinu og við ströndina.

Brad Barr kennir um þessar mundir námskeiðið Coastal and Marine Conservation, eða Verndun haf- og strandsvæða, við meistaranámið. Hann starfar sem ráðgjafi við stefnumótun hjá National Marine Sanctuary verkefninu í Bandaríkjunum en er jafnframt doktorsnemi við háskólann í Alaska.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og hefst klukkan 12.10. Allir áhugasamir velkomnir.

Brad Barr heldur opinn fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um ósnortin hafsvæði, miðvikudaginn 2. mars næstkomandi.
Brad Barr heldur opinn fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um ósnortin hafsvæði, miðvikudaginn 2. mars næstkomandi.