Orkuskipti í sjávarútvegi
Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í spennandi verkefni um orkuskipti í sjávarútvegi sem er leitt af nýsköpunar- og þróunarverkefninu Bláma. Með verkefninu er stigið skref í átt að því að Vestfirðingar verði leiðandi í orkuskiptum í sjávarútvegi. Það á að gera með því að leiða saman stofnanir og fyrirtæki til að byggja upp og laða að þekkingu til að þróa og nýta græna orku í sjávartengdri starfsemi.
Auk Bláma og Háskólasetursins taka þátt í verkefninu Menntaskólinn á Ísafirði, Orkubú Vestfjarða, Vestfjarðastofa, og Þrymur Vélsmiðja en þessir aðilar hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna að þekkingaruppbyggingu á orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi. Samstarfið mun ekki bara draga úr losun heldur líka skila sér í fjölbreyttara og sterkara atvinnulífi, fjárfestingu í nýsköpun og aukinni samkeppnishæfni.
Hlutverk Háskólaseturs felst einkum í því að stuðla að miðlun og öflun þekkingar á þessu sviði ásamt því að tengja nemendur og sérfræðinga við þátttakendur.
Nánar má fræðast um verkefnið í frétt á heimasíðu Bláma.